Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
   fös 16. ágúst 2024 10:19
Hafliði Breiðfjörð
Bikarafhending á Laugardalsvelli færð í stúkuna að hætti Wembley
Nadine Kessler lyftir bikarnum á Laugardalsvelli árið 2007.
Nadine Kessler lyftir bikarnum á Laugardalsvelli árið 2007.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýtt fyrir komulag verður á bikarafhendingu eftir úrslitaleik Mjólkurbikarsins þetta árið en í stað þess að afhenda bikarinn úti á vellinum fer bikarafhendingin fram í stúkunni. Þetta verður framkvæmt á úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna, viðureign Vals og Breiðabliks, sem fer fram á Laugardalsvelli í kvöld og svo aftur á karlaleiknum í ágúst.

Samskonar hefur alltaf verið gert á þjóðarleikvangi Englendinga, Wembley, þegar úrslitaleikir eru leiknir þar en leikmenn ganga þá upp í stúkuna og taka á móti bikarnum þar áður en haldið er aftur út á völl og tekin liðsmynd.

Þetta fyrirkomulag var prófað á Laugardalsvelli í fyrra í úrslitaleik Fótbolta.net bikarsins þegar Víðir Garði tók á móti sínum verðlaunum og þótti ganga vel. Afhendingin að þessu sinni er færð aðeins framar eða fyrir framan starfsaðstöðu fréttamanna á vellinum, fyrir miðri stóru stúkunni.

Nadine Kessler yfirmaður kvennafótbolta hjá UEFA var á upphafi ferils síns árið 2007 þegar hún varð Evrópumeistari með U19 ára Þýskalands á Laugardalsvelli. Þá var bikarinn afhentur í stúkunni á nákvæmlega sama stað og í kvöld eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Athugasemdir
banner