Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. september 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Tammy Abraham útilokar ekki nígeríska landsliðið
Abraham skoraði þrennu gegn Wolves um helgina.
Abraham skoraði þrennu gegn Wolves um helgina.
Mynd: Getty Images
Tammy Abraham, framherji Chelsea, vill ekki útiloka að hann spili með landsliði Nígeríu í framtíðinni.

Hinn 21 árs gamli Abraham hefur spilað tvo vináttuleiki með enska landsliðinu sem og leiki með U21 liði Englands.

Abraham á ættir að rekja til Nígeríu og hann vill ekki útiloka að spila með landsliðinu þar í landi.

„Ég er ekki farinn að einbeita mér að þessu. Þegar tíminn kemur þá kemur hann. Maður veit aldrei," sagði Abraham.

„Þú getur aldrei sagt aldrei eða hvað kemur fyrst upp. Ég þarf bara að halda fullri einbeitingu á Chelsea."
Athugasemdir
banner
banner
banner