fim 16. september 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stórveldi fylgjast með stöðu mála hjá Rudiger
Rudiger hefur verið flottur með Chelsea upp á síðkastið.
Rudiger hefur verið flottur með Chelsea upp á síðkastið.
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur hafið viðræður við varnarmanninn Antonio Rudiger um nýjan samning, en það er eitthvað í land.

Samningur þýska varnarmannsins rennur út næsta sumar og getur hann byrjað að ræða við önnur félög í janúar þegar sex mánuðir eru eftir af samningnum.

Samkvæmt vefmiðlinum Goal, þá eru stórveldi í Evrópu að fylgjast grannt með stöðu mála. Vefmiðillinn nefnir Paris Saint-Germain og Real Madrid í því samhengi.

Rudiger vill fá vel borgað þar sem hann telur að næsti samningur verði hans síðasti stóri samningur á ferlinum.

Rudiger hefur staðið sig mjög vel upp á síðkastið, bæði með Chelsea og þýska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner