
Katrín Ásbjörnsdóttir hefur formlega lagt skóna á hilluna eftir frábæran feril en hún lék sinn síðasta leik í lokaumferð Bestu deildarinnar í dag.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 2 FH
Katrín hóf ferilinn í KR og var aðeins 16 ára gömul þegar hún spilaði með KR-ingum í Meistarakeppni KSÍ árið 2009.
Hún varð Íslandsmeistari með þremur liðum á Íslandi. Fyrst með Þór/KA árið 2012, síðan aftur með Stjörnunni árið 2016 og síðan tvisvar með Blikum, á síðasta ári og í ár.
Katrín var í byrjunarliði Breiðabliks gegn FH í lokaumferðinni í dag en var kvödd á sérstakan hátt með skiptingu á fyrstu mínútu leiksins.
„Til hamingju með frábæran feril Katrín“ sagði í myndaveislu sem Blikar birtu á vefsvæði sínu á Facebook.
Alls lék hún 334 leiki í öllum keppnum og skoraði 138 mörk, þar af 93 mörk í efstu deild. Tvisvar skoraði hún 10 mörk eða meira á einu tímabili í efstu deild. Hún skoraði 12 mörk er Þór/KA vann deildina 2012 og síðan 13 mörk með Stjörnunni árið 2017.
Katrín lék 19 A-landsleiki og skoraði eitt mark. Markið gerði hún í 2-2 jafntefli gegn Kína árið 2016 í Sincere-bikarnum.
Athugasemdir