Nott. Forest 0 - 3 Chelsea
0-1 Josh Acheampong ('49 )
0-2 Pedro Neto ('52 )
0-3 Reece James ('84 )
Rautt spjald: Malo Gusto, Chelsea ('87)
0-1 Josh Acheampong ('49 )
0-2 Pedro Neto ('52 )
0-3 Reece James ('84 )
Rautt spjald: Malo Gusto, Chelsea ('87)
Chelsea vann 3-0 sigur á Nottingham Forest í 8. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á City Ground-leikvaningum í Nottingham í dag.
Heims- og Sambansdeildarmeistararnir voru ósannfærandi í fyrri hálfleiknum. Slakar sendingar til baka hefðu getað kostað liðið nokkur mörk.
Chelsea-menn gátu prísað sig sæla með að sjálfstraust Forest er lítið sem ekkert fyrir framan markið. Þeir fengu ótalfæri gefins en öll fóru þau forgörðum á meðan Chelsea skapaði sér fá markverð færi.
Í síðari hálfleiknum komu gestirnir beittir til leiks. Josh Acheampong skoraði sitt fyrsta úrvalsdeildarmark með skalla eftir fyrirgjöf Pedro Neto og þremur mínútum síðar bætti Neto við öðru marki eftir aukaspyrnu.
Reece James lagði boltann stutt út á Neto sem skaut þéttingsföstu skoti í átt að Matz Sels, en boltinn í gegnum hendurnar á Sels og staðan 2-0.
Færin voru á báða bóga eftir annað markið. Chelsea fékk færi til að bæta við þriðja markinu og á hinum endanum setti Neco Williams boltann yfir úr algeru dauðafæri.
Igor Jesus, sem kom inn á í hálfleik, átti því næst tilraun í stöngina eftir undirbúning Callum Hudson-Odoi. Það gekk bókstaflega ekkert upp hjá Forest sem var alls ekki slakara liðið á vellinum.
Sex mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma fengu Chelsea-menn hornspyrnu sem var komið inn á teiginn. Boltinn datt út á Reece James sem hamraði boltanum í netið af stuttu færi.
Ótrúleg staða miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Forest var bara algerlega fyrirmunað að skora, en Chelsea refsaði svo sannarlega fyrir það með þremur mörkum.
Malo Gusto, leikmaður Chelsea, fékk óþarfa seinna gula spjald á lokamínútum leiksins fyrir groddalega tæklingu á Williams og var því sendur í sturtu.
Chelsea fer upp í 4. sæti deildarinnar með 14 stig en Forest í 17. sæti með 5 stig og enn án sigurs undir stjórn Ange Postecoglou.
Samkvæmt ensku pressunni er þetta líklega hans síðasti leikur við stjórnvölinn, en Sean Dyche hefur verið sterklega orðaður við starfið síðustu daga.
Athugasemdir