Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
banner
   lau 18. október 2025 18:41
Brynjar Óli Ágústsson
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Kvenaboltinn
Samantha Rose Smith, leikmaður Breiðablik
Samantha Rose Smith, leikmaður Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er svo ánægð að við unnum þennan leik. Við höfum unnið mikið allt tímabilið og við vorum nú þegar komin með titilinn, en að klára tímabilið með sigri var mjög mikilvægt og það hjálpar að fagna aðeins meira í kvöld,'' segir Samantha Rose Smith, leikmaður Breiðablik, eftir 3-2 sigur gegn FH í seinustu umferð Bestu deildarinnar.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 FH

„Við vildum klára tímabilið á góðum nótum og tapa engum stigum. Við vildum líka sýna það að við erum meistararnir og við eigum skilið að vinna þessa deild og vera á toppnum,''

Eftir leikinn voru krakkar frá Breiðablik endalaust að kalla á Samönthu. Hún virðist vera mjög fræg meðal krakkana.

„Ég var að þjálfa þau yfir vikuna og þau eru algjörlega frábær. Þau koma á alla leiki og ég elska þau.''

Sögusagnir segja að Samantha sé á leiðinni heim til Boston til að spila þar eftir tímabilið.

„Við sjáum til, ég á enn eftir að spila nokkra leiki hér. Ég er með fókus á þá leiki og svo sjáum við hvað gerist eftir tímabilið,''

Það var dregið í Evrópubikarnum og andstæðingur Breiðablik er Fortuna Hjørring frá Danmerkur, leikirnir fara fram í nóvember.

„Ég er spennt, ég heyri að þetta er mjög gott lið. Ég veit ekki hvernig við ætlum að nálgast þann leik, en ég er spennt að fara til annað land og spila annað lið,''

Breiðablik hefur spilað gegn FH fjórum sinnum í sumar.

„Ég hata að spila gegn þeim. Þau eru mjög gott lið og hafa mjög góða leikmenn. Hver einasti leikur var erfiður og að spila gegn þeim fjórum sinnum og sigra þá þrisvar sinnum er mjög erfitt að gera,''

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner