Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
banner
   lau 18. október 2025 18:41
Brynjar Óli Ágústsson
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Kvenaboltinn
Samantha Rose Smith, leikmaður Breiðablik
Samantha Rose Smith, leikmaður Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er svo ánægð að við unnum þennan leik. Við höfum unnið mikið allt tímabilið og við vorum nú þegar komin með titilinn, en að klára tímabilið með sigri var mjög mikilvægt og það hjálpar að fagna aðeins meira í kvöld,'' segir Samantha Rose Smith, leikmaður Breiðablik, eftir 3-2 sigur gegn FH í seinustu umferð Bestu deildarinnar.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 FH

„Við vildum klára tímabilið á góðum nótum og tapa engum stigum. Við vildum líka sýna það að við erum meistararnir og við eigum skilið að vinna þessa deild og vera á toppnum,''

Eftir leikinn voru krakkar frá Breiðablik endalaust að kalla á Samönthu. Hún virðist vera mjög fræg meðal krakkana.

„Ég var að þjálfa þau yfir vikuna og þau eru algjörlega frábær. Þau koma á alla leiki og ég elska þau.''

Sögusagnir segja að Samantha sé á leiðinni heim til Boston til að spila þar eftir tímabilið.

„Við sjáum til, ég á enn eftir að spila nokkra leiki hér. Ég er með fókus á þá leiki og svo sjáum við hvað gerist eftir tímabilið,''

Það var dregið í Evrópubikarnum og andstæðingur Breiðablik er Fortuna Hjørring frá Danmerkur, leikirnir fara fram í nóvember.

„Ég er spennt, ég heyri að þetta er mjög gott lið. Ég veit ekki hvernig við ætlum að nálgast þann leik, en ég er spennt að fara til annað land og spila annað lið,''

Breiðablik hefur spilað gegn FH fjórum sinnum í sumar.

„Ég hata að spila gegn þeim. Þau eru mjög gott lið og hafa mjög góða leikmenn. Hver einasti leikur var erfiður og að spila gegn þeim fjórum sinnum og sigra þá þrisvar sinnum er mjög erfitt að gera,''

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner