
„Ég er svo ánægð að við unnum þennan leik. Við höfum unnið mikið allt tímabilið og við vorum nú þegar komin með titilinn, en að klára tímabilið með sigri var mjög mikilvægt og það hjálpar að fagna aðeins meira í kvöld,'' segir Samantha Rose Smith, leikmaður Breiðablik, eftir 3-2 sigur gegn FH í seinustu umferð Bestu deildarinnar.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 2 FH
„Við vildum klára tímabilið á góðum nótum og tapa engum stigum. Við vildum líka sýna það að við erum meistararnir og við eigum skilið að vinna þessa deild og vera á toppnum,''
Eftir leikinn voru krakkar frá Breiðablik endalaust að kalla á Samönthu. Hún virðist vera mjög fræg meðal krakkana.
„Ég var að þjálfa þau yfir vikuna og þau eru algjörlega frábær. Þau koma á alla leiki og ég elska þau.''
Sögusagnir segja að Samantha sé á leiðinni heim til Boston til að spila þar eftir tímabilið.
„Við sjáum til, ég á enn eftir að spila nokkra leiki hér. Ég er með fókus á þá leiki og svo sjáum við hvað gerist eftir tímabilið,''
Það var dregið í Evrópubikarnum og andstæðingur Breiðablik er Fortuna Hjørring frá Danmerkur, leikirnir fara fram í nóvember.
„Ég er spennt, ég heyri að þetta er mjög gott lið. Ég veit ekki hvernig við ætlum að nálgast þann leik, en ég er spennt að fara til annað land og spila annað lið,''
Breiðablik hefur spilað gegn FH fjórum sinnum í sumar.
„Ég hata að spila gegn þeim. Þau eru mjög gott lið og hafa mjög góða leikmenn. Hver einasti leikur var erfiður og að spila gegn þeim fjórum sinnum og sigra þá þrisvar sinnum er mjög erfitt að gera,''
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.