Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
banner
   lau 18. október 2025 16:56
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Draumamark Witsel ekki nóg gegn Barcelona - Araujo hetjan í uppbótartíma
Ronald Araujo skoraði sigurmarkið seint í uppbótartíma
Ronald Araujo skoraði sigurmarkið seint í uppbótartíma
Mynd: EPA
Úrúgvæinn Ronald Araujo var hetja Barcelona sem lagði Girona að velli, 2-1, í La Liga á Spáni í dag.

Spænski miðjumaðurinn Pedri kom Börsungum yfir á 13. mínútu eftir gott samspil.

Lamine Yamal setti boltann inn á teiginn á Pedri, sem fékk að labba óáreittur í teignum áður en hann laumaði honum í fjærhornið, stöng og inn.

Sjö mínútum síðar jöfnuðu Girona-menn með marki Axel Witsel sem hægt er að tilnefna sem flottasta mark tímabilsins en hann fékk skallasendingu í teignum og skoraði með svakalegri bakfallsspyrnu í fjærhornið.

Þegar rúmur klukkutími var liðinn var mark tekið af Börsungum eftir hornspyrnu sem var mótmælt harðlega og tíu mínútum síðar vildu þeir fá vítaspyrnu en fengu ekki.

Hansi Flick var heitt í hamsi á bekknum og vandaði Gil Manzano, dómara leiksins, ekki kveðjurnar. Hann fékk tvö gul spjöld í uppbótartíma og þar með rautt, en fagnaði síðan vel og innilega þegar Araujo skoraði sigurmarkið seint í uppbótartíma.

Barcelona er á toppnum með 22 stig, einu stigi meira en erkifjendurnir í Real Madrid.

Mateo Joseph skoraði tvennu fyrir Mallorca sem vann Sevilla 3-1 á útivelli.

Mallorca er með 8 stig í 15. sæti en Sevilla í 7. sæti með 13 stig.

Sevilla 1 - 3 Mallorca
1-0 Ruben Vargas ('16 )
1-1 Vedat Muriqi ('67 )
1-2 Mateo Joseph ('72 )
1-3 Mateo Joseph ('77 )

Barcelona 2 - 1 Girona
1-0 Pedri ('13 )
1-1 Axel Witsel ('20 )
2-1 Ronald Araujo ('90 )


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 9 7 1 1 24 10 +14 22
2 Real Madrid 8 7 0 1 19 9 +10 21
3 Villarreal 9 5 2 2 14 8 +6 17
4 Betis 9 4 4 1 13 8 +5 16
5 Espanyol 9 4 3 2 13 11 +2 15
6 Atletico Madrid 8 3 4 1 15 10 +5 13
7 Elche 8 3 4 1 11 9 +2 13
8 Sevilla 9 4 1 4 16 14 +2 13
9 Athletic 8 4 1 3 9 9 0 13
10 Alaves 8 3 2 3 9 8 +1 11
11 Getafe 8 3 2 3 9 11 -2 11
12 Osasuna 8 3 1 4 7 8 -1 10
13 Levante 8 2 2 4 13 14 -1 8
14 Vallecano 8 2 2 4 8 10 -2 8
15 Mallorca 9 2 2 5 10 14 -4 8
16 Valencia 8 2 2 4 10 14 -4 8
17 Celta 8 0 6 2 7 10 -3 6
18 Girona 9 1 3 5 6 19 -13 6
19 Oviedo 9 2 0 7 4 16 -12 6
20 Real Sociedad 8 1 2 5 7 12 -5 5
Athugasemdir
banner