Evangelos Marinakis, eigandi Nottingham Forest, lét sig hverfa í síðari hálfleik í 3-0 tapi liðsins gegn Chelsea á City Ground-vellinum í Nottingham í dag.
Marinakis mætti auðvitað á leikinn til að fylgjast með sínum mönnum sem fóru inn í hálfleikinn í stöðunni 0-0.
Chelsea skoraði tvö mörk snemma í þeim síðari, en þegar komið var á 67. mínútu var sæti Marinakis tómt og sneri hann í raun ekki aftur til sætis síns.
Þessi skrautlegi eigandi er sagður vera að íhuga stöðu Ange Postecoglou.
Ensku fjölmiðlarnir halda því fram að þetta hafi líklega verið kveðjuleikur Ange sem hefur stýrt Forest í átta leikjum í öllum keppnum og ekki unnið einn.
Sean Dyche, fyrrum stjóri Burnley og Everton, er orðaður við stöðuna ásamt Steve Cooper og Marco Silva.
???? - The camera filmed Evangelos Marinakis' empty seat and then went straight to the shot of Ange Postecoglou. pic.twitter.com/YgRBBGbbtL
— The Touchline | ???? (@TouchlineX) October 18, 2025
Athugasemdir