Josh Acheampong, varnarmaður Chelsea, skoraði sitt fyrsta úrvalsdeildarmark fyrir félagið er hann kom liðinu í 1-0 gegn Nottingham Forest á City Ground í dag. Pedro Neto bætti við öðru skömmu síðar.
Chelsea var í alls konar vandræðum í fyrri hálfleiknum og margar hættulegar feilsendingar sem Forest-menn náðu ekki að gera sér mat úr, en gestirnir komu sterkari til leiks í þeim síðari.
Acheampong, sem er 19 ára gamall, skoraði með skalla eftir laglega fyrirgjöf frá Pedro Neto.
Sjáðu markið hjá Acheampong
Þetta var hans fyrsta mark fyrir Chelsea og bætti Pedro Neto síðan öðru marki úr aukaspyrnu aðeins nokkrum mínútum síðar. Matz Sels.
Sjáðu aukaspyrnumark Neto
Athugasemdir