Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
banner
   lau 18. október 2025 18:26
Anton Freyr Jónsson
Kópavogsvelli
Byrjunarlið Breiðabliks og Víkings: Atli Þór byrjar - Ein breyting hjá Blikum
Atli Þór leiðir sóknarlínu Víkinga í kvöld
Atli Þór leiðir sóknarlínu Víkinga í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson flautar til leiks á Kópavogsvelli klukkan 19:15. þar sem Breiðablik og Víkingur mætast í fjórðu umferð tvískiptingar Bestu deildarinnar. 

Víkingar eru orðnir Íslandsmeistarar en liðið tryggði skjöldinn í síðustu umferð þegar liðið vann FH. Breiðablik er í harðri baráttu um að ná í Evrópusæti að ári.  Breiðablik situr í fjórða sæti deildarinnar tveimur stigum á eftir Stjörnunni. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Víkingur R.

Halldór Árnason þjálfari Breiðablik gerir eina breytingu frá sigrinum gegn Fram í síðustu umferð. Davíð Ingvarsson kemur inn í liðið og Kristinn Steindórsson fær sér sæti á bekknum. Óli Valur Ómarsson er ekki í hóp hjá heimamönnum í kvöld vegna fjölda áminninga og er hann því í banni í kvöld. 

Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkinga gerir tvær breytingar á liði sínu frá síðustu umferð þegar liðið vann FH og tryggði sér í leiðinni Íslandsmeistaratitilinn. Atli Þór Jónasson og Tarik Ibrahimagic koma báðir inn í lið Víkinga. Nikolaj Hansen fær sér sæti á bekknum og þá er Daníel Hafsteinsson ekki í hóp en hann tekur út leikbann í kvöld. Matthías Vilhjálmsson er sömuleiðis í leikbanni í kvöld. Pablo Punyed er í leikmannahópi Sölva í kvöld og byrjar á bekknum. 


Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
13. Anton Logi Lúðvíksson
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
17. Valgeir Valgeirsson
18. Davíð Ingvarsson
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
23. Kristófer Ingi Kristinsson
44. Damir Muminovic

Byrjunarlið Víkingur R.:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth (f)
6. Gunnar Vatnhamar
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Helgi Guðjónsson
17. Atli Þór Jónasson
19. Óskar Borgþórsson
20. Tarik Ibrahimagic
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
25. Valdimar Þór Ingimundarson
32. Gylfi Þór Sigurðsson
Athugasemdir
banner