Cristiano Ronaldo klikkaði á vítaspyrnu en svaraði strax fyrir sig í öruggum sigri Al-Nassr gegn Al-Fateh í sádi arabísku deildinni í kvöld.
Joao Felix sá til þess að liðið var með 1-0 forystu í hálfleik. Snemma í seinni hálfleik náði Al-Fateh að jafna metin.
Eftir klukkutíma leik fékk Al-Nassr vítaspyrnu en Ronaldo lét verja frá sér. Mínútu síðar bætti hann fyrir það og skoraði með frábæru skoti í fjærhornið.
Joao Felix sá til þess að liðið var með 1-0 forystu í hálfleik. Snemma í seinni hálfleik náði Al-Fateh að jafna metin.
Eftir klukkutíma leik fékk Al-Nassr vítaspyrnu en Ronaldo lét verja frá sér. Mínútu síðar bætti hann fyrir það og skoraði með frábæru skoti í fjærhornið.
Joao Feliix bætti tveimur mörkum við og Kingsley Coman einu áður en flautað var til loka leiksins. 5-1 sigur Al-Nassr staðreynd.
Darwin Nunez skoraði tvennu í 5-0 sigri Al-Hilal gegn Al-Ettifaq. Marcos Leonardo skoraði einnig tvennu og Ruben Neves skoraði eitt úr vítaspyrnu.
Al-Nassr er á toppnum með 15 stig af 15 mögulegum eftir fimm umferðir. Al-Hilal er í 2. sæti með 11 stig.
Athugasemdir