Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
banner
   lau 18. október 2025 12:27
Brynjar Ingi Erluson
Slot um Wirtz: Fólk horfir bara á mörk og stoðsendingar
Florian Wirtz
Florian Wirtz
Mynd: EPA
Arne Slot
Arne Slot
Mynd: EPA
Arne Slot, stjóri Englandsmeistara Liverpool, ætlar að gefa Florian Wirtz allan þann tíma sem hann þarf til að aðlagast enska boltanum.

Liverpool keypti Wirtz frá Bayer Leverkusen fyrir 116 milljónir punda í sumar, en hann hefur ekki enn komið að marki á tímabilinu.

Slot segir það vera örlitla óheppni að Wirtz hafi ekki enn tekist að ná í stoðsendingu.

„Fólk horfir bara á mörk og stoðsendingar þegar þú keyptur fyrir svona háar fjárhæðir, en ég get sagt þér það að hann gæti verið kominn með sex eða sjö stoðsendingar.“

„Ef þú horfir á sendingarnar sem hann hefur spilað á liðsfélaga sína sem því miður leiddu ekki að mörkum, tildæmis bestu dæmin gegn Atlético og Chelsea. Gegn Chelsea átti hann frábæran bolta og Mo skorar úr þessu færi í 99 af 100 færum. Ég verð að segja 98 því hann fékk aðra sendingu frá Wirtz gegn Atlético en setti boltann í stöng.“

„Hann hefur verið svolítið óheppinn með að liðsfélagarnir hafi ekki klárað færin, en þetta er allt mjög eðlilegt fyrir leikmann sem er að aðlagast nýju landi og hvað þá þegar hann kemur í ensku úrvalsdeildina,“
sagði Slot.

Hollendingurinn minnti á það þegar Chelsea keypti Kevin de Bruyne frá Genk árið 2012. Hann náði sér aldrei á strik hjá þeim bláu og fór til Werder Bremen og Wolfsburg áður en hann sneri aftur í ensku úrvalsdeildina til Manchester City. Þar var hann máttarstólpi og er í dag talinn einn sá allra besti til að spila í úrvalsdeildinni.

„Kannski er ég að vanmeta Kevin de Bruyne, besta miðjumann í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, en hann fór 21 eða 22 ára gamall til Chelsea. Gefið honum smá tíma, það er það eina sem ég myndi vilja segja. Ég mun alla vega gefa honum meiri tíma, en hann hefur samt verið mjög óheppinn til þessa.“

„Hann verður að spila og hefur gert mikið af því. Hann kemur úr annarri deild og spilað svo marga leiki. Það er því fremur eðlilegt að hann þurfi stundum leiki þar sem hann hefur ekki spilað eins og ég hef gert með Mo og marga aðra.“

„Til að fá það besta úr honum þá þarf hann að spila og það er það sem hann er að gera og mun halda áfram að gera á næstu vikum,“
sagði Slot.
Athugasemdir
banner