Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
banner
   lau 18. október 2025 18:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Trossard skaut Arsenal aftur á toppinn
Mynd: EPA
Fulham 0 - 1 Arsenal
0-1 Leandro Trossard ('58 )

Arsenal lagði í Fulham í síðasta leik dagsins í úrvalsdeildinni. Fulham byrjaði leikinn betur en náði ekki að ógna David Raya í marki Arsenal. Riccardo Calafiori skoraði glæsilegt mark snemma leiks en það var dæmt af vegna rangstöðu.

Viktor Gyökeres fékk besta færi fyrri hálfleiksins en hann var kominn í þrönga stöðu og Bernd Leno sá við honum.

Leandro Trossard kom Arsenal yfir eftir tæplega klukkutíma leik. Gabriel framlengdi boltann á fjærstöngina eftir hornspyrnu og Trossard skoraði af öryggi.

Stuttu síðar var dæmd vítaspyrna þegar Kevin virtist brjóta á Bukayo Saka en eftir skoðun í VAR tók dómarinn ákvörðunina til baka þar sem Kevin komst í boltann.

Arsenal fékk gott tækifæri til að innsigla sigurinn í uppbótatíma. Leno varði frá Gyökeres og Gabriel Martinelli fylgdi á eftir en Leno varði aftur.

Það kom ekki að sök þar sem Arsenal stóð uppi sem sigurvegari. Arsenal endurheimti toppsætið sem Man City tók eftir sigur gegn Everton fyrr í dag.

Arsenal er með 19 stig eftir átta umferðir en Fulham er í 14. sæti með átta stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 7 5 0 2 13 9 +4 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Tottenham 7 4 2 1 13 5 +8 14
6 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
10 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
11 Man Utd 7 3 1 3 9 11 -2 10
12 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
13 Aston Villa 7 2 3 2 6 7 -1 9
14 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
15 Leeds 8 2 2 4 7 13 -6 8
16 Brentford 7 2 1 4 9 12 -3 7
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir