Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. október 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ansu Fati annar yngsti leikmaðurinn í sögu U21 árs landsliðsins
Ansu Fati er aðeins 16 ára gamall
Ansu Fati er aðeins 16 ára gamall
Mynd: Getty Images
Ansu Fati, leikmaður Barcelona á Spáni, er annar yngsti leikmaður U21 árs landsliðs Spánar frá upphafi.

Fati, sem er aðeins 16 ára gamall, var óvænt kallaður upp í U21 árs landsliðið á dögunum.

Fati fékk leyfið í gegn á dögunum en hann er fæddur í Gínea Bissá en flutti til Spánar þegar hann var sex ára gamall.

Hann spilaði tíu mínútur í 2-0 sigri U21 árs landsliðsins á Svartfjallalandi og er nú annar yngsti leikmaðurinn í sögunni til að spila fyrir landsliðið.

Bojan Krkic, fyrrum leikmaður Barcelona, er yngsti leikmaðurinn í sögunni en hann var 68 dögum yngri en Fati þegar hann spilaði sinn fyrsta U21 landsleik árið 2007.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner