Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. október 2019 09:35
Magnús Már Einarsson
Emre Can til Manchester United?
Powerade
Emre Can er orðaður við Manchester United.
Emre Can er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Kante er á óskalista Real Madrid.
Kante er á óskalista Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru í stuði í dag líkt og alltaf. Skoðum rjómann af kjaftasögunum.



Manchester United hefur áhuga á að fá miðjumanninn Emre Can frá Juventus í janúar. (Daily Express)

Real Madrid er tilbúið að bjóða 86 milljónir punda og James Rodriguez í skiptum til að fá N'Golo Kante frá Chelsea. (EL Desmarque)

Manchester United vill fá framherjann Mario Mandzukic (33) frá Juventus en hann hefur fengið þau skilaboð að hann verði að lækka laun sín til að fara til enska félagsins. (ESPN)

Manchester United hefur áhyggjur af því að það verði erfitt að fá nýja leikmenn í janúar. (Metro)

Fabio Paratici, yfirmaður íþróttamála hjá Juventus, hefur blásið á sögusagnir þess efnis að Cristiano Ronaldo (34) gæti lagt skóna á hilluna. (Star)

Unai Emery, stóri Arsenal, ætlar ekki að styrkja leikmannahópinn í janúar. (The Athletic)

Ivan Rakitic (31), miðjumaður Barcelona, er að íhuga að fara til Juventus eða Manchester United. Rakitic hefur lítið fengið að spila hjá Barcelona. (Marca)

Tottenham gæti reynt að fá Jose Mourinho ef Mauricio Pochettino tekur við Manchester United. (Express)

Olivier Giroud (33) er tilbúinn að fara frá Chelsea í janúar ef hann fer ekki að fá meiri spiltíma. Inter hefur áhuga sem og Vancouver Whitecaps í MLS-deildinni. (Sun)

Luka Modric, miðjumaður Real Madrid, vill að Gareth Bale verði áfram hjá félaginu. (Independent)

Fyrrum enski landsliðsmaðurinn Paul Ince segir að hann hefði leitt liðsfélaga sína af velli ef hann hefði verið að spila með enska landsliðinu í Búlgaríu á mánudag þar sem stuðningsmenn heimamanna voru með kynþáttafordóma. (Times)

Philippe Coutinho (27) gæti farið aftur til Liverpool næsta sumar ef Bayern Munchen kaupir hann ekki. Coutinho er í láni hjá Bayern frá Barcelona. (AS)

Crystal Palace hefur áhuga á Gabriel Barbosa (23) framherja Inter en hann er í láni hjá Flamengo í heimalandi sínu Brasilíu. (Teamtalk)

Manchester United er að íhuga að lána Angel Gomes (19), Tahith Chong (19) og James Garner (18) í janúar. (Mail)

Það að Arsenal missti af Meistaradeildarsæti tímabilið 2016/2017 kostaði félagið möguleikann á að fá Anotine Griezmann (28) frá Atletico Madrid. (Star)

Aston Villa þarf að greiða Bournemouth 250 þúsund pund aukalega eftir að Tyrone Mings lék sinn fyrsta landsleik. Um er að ræða klásúlu í samningi félaganna þegar Aston Villa keypti Mings í sumar. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner