Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. nóvember 2019 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Sancho væri klikkaður að fara til Manchester United"
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Steve Nicol, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að Jadon Sancho eigi að forðast Manchester United.

Sancho hefur slegið í gegn með Borussia Dortmund og hefur verið sterklega verið orðaður við endurkomu til Englands, og þá til Manchester United. Hann var í akademíu Manchester City áður en hann fór til Þýskalands.

Sancho hefur ekki byrjað þetta tímabil sérstaklega vel, eins og margir liðsfélagar hans í Dortmund.

Nicol ræddi málið við ESPN. Hann vill ekki sjá hinn 19 ára gamla Sancho hjá United og gekk svo langt að segja: „Hann væri klikkaður að fara til Manchester United."

„Hann hefur verið í vandræðum í liði (Dortmund) sem er í vandræðum í augnablikinu. Man Utd verður í vandræðum næstu tímabilin. Ég myndi ekki fara þangað."

Nicol myndi ráðleggja Sancho að fara til Liverpool.

„Ég myndi ráðleggja honum að fara til Liverpool. Ég held að hann yrði frábær. Ef hann myndi læra að vera í aukahlutverki hjá (Sadio) Mane og (Mohamed) Salah, þá yrði hann risastór fyrir Liverpool."

„Liverpool gæti náð að hvíla Mane og Salah meira með því að fá Sancho inn."

„En Sancho mun ekki fara til Liverpool. Hann mun fara eitthvað þar sem hann fær að spila," sagði Nicol.

Liverpool er með átta stiga forskot á ensku úrvalsdeildarinnar. Á meðan er United í sjöunda sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner