Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 17. janúar 2020 13:29
Elvar Geir Magnússon
Fullyrt að skipti Spinazzola og Politano séu úr sögunni
Leonardo Spinazzola.
Leonardo Spinazzola.
Mynd: Getty Images
Bakvörðurinn fjölhæfi Leonardo Spinazzola átti að fara til Inter í skiptum fyrir framherjann knáa Matteo Politano.

Umboðsmenn beggja leikmanna hafa staðfest að ekkert verði úr skiptunum.

Sagt er að Inter hafi reynt að gera breytingar á samkomulaginu og þar með hafi viðræður runnið út í sandinn á síðustu metrunum.

Leikmennirnir fóru í læknisskoðanir í vikunni en Inter vildi að frekari skoðanir yrðu gerðar á Spinazzola. Læknateymi félagsins ku hafa efasemdir en leikmaðurinn hefur verið talsvert mikið á meiðslalistanum.

Báðir eru leikmennirnir metnir á tæpar 30 milljónir evra og hafa sannað sig í efstu deild á Ítalíu á undanförnum árum. Þeir eru báðir 26 ára gamlir og eiga A-landsleiki að baki fyrir Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner