Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 17. janúar 2020 17:42
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd framlengir samning Bailly um eitt ár
Mynd: Getty Images
Manchester United nýtti sér ákvæði í samningi Eric Bailly og er búið að framlengja samning hans við félagið um eitt ár, eða þar til í júní 2022.

Bailly er miðvörður frá Fílabeinsströndinni sem er búinn að missa af öllu tímabilinu hingað til vegna meiðsla. Hann er nýlega búinn að ná sér af meiðslunum og gæti komið inn í lið Rauðu djöflanna í næstu leikjum.

Bailly er 25 ára gamall og hefur spilað 50 deildarleiki frá komu sinni til Manchester fyrir þremur og hálfu ári.

Bailly mun berjast við Victor Lindelöf um byrjunarliðssæti við hlið fyrirliðans Harry Maguire í hjarta varnarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner