Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. janúar 2021 17:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Chelsea hafði betur gegn Man Utd í toppbaráttuslag
Pernille Harder fagnar marki sínu.
Pernille Harder fagnar marki sínu.
Mynd: Getty Images
Chelsea lagði Manchester United að velli þegar liðin áttust við í toppbaráttuslag í úrvalsdeild kvenna í Englandi í dag.

Danska landsliðskonan Pernille Harder kom Chelsea yfir eftir um hálftíma leik en Man Utd tókst að jafna metin eftir klukkutíma leik og var þar að verki Lauren James. Hún er systir Reece James, sem leikur með karlaliði Chelsea.

Það var hins vegar Chelsea sem tók stigin þrjú leiknum. Fran Kirby skoraði sigurmarkið á 65. mínútu, stuttu eftir að United jafnaði leikinn.

María Þórisdóttir var ekki í leikmannahópi Chelsea í dag en hún er sögð á leið til einmitt Man Utd.

Chelsea er núna á toppi deildarinnar með 26 stig, eins og Man Utd. Chelsea á hins vegar leik til góða. „Þær eru besta liðið sem við höfum spilað við á þessu tímabili," sagði Emma Hayes, þjálfari Chelsea, um Man Utd eftir leikinn.

Hér að neðan má sjá úrslit dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal er í þriðja sæti með 23 stig og Manchester City í fjórða sæti með 21 stig.

Úrslit dagsins:
Man City 7 - 0 Aston Villa
Everton 4 - 0 Bristol City
Birmingham 0 - 0 Brighton
Reading 1 - 1 Arsenal
Chelsea 2 - 1 Man Utd
West Ham 0 - 1 Tottenham
Athugasemdir
banner
banner
banner