Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. janúar 2021 19:04
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Jovic kom inn af bekknum og setti tvennu
Mynd: Getty Images
Eintracht Frankfurt 3 - 1 Schalke 04
1-0 Andre Silva ('28 )
1-1 Matthew Hoppe ('29 )
2-1 Luka Jovic ('72 )
3-1 Luka Jovic ('90 )

Eintracht Frankfurt tók á móti botnliði Schalke í seinni leik kvöldsins í þýska boltanum.

Andre Silva hefur verið öflugur í þýsku deildinni og skoraði hann fyrsta mark leiksins en Matthew Hoppe jafnaði skömmu síðar fyrir gestina.

Luka Jovic kom inn á 62. mínútu og tók hann aðeins tíu mínútur að koma knettinum í netið og staðan þá orðin 2-1 fyrir Frankfurt.

Jovic gerði garðinn frægan hjá Frankfurt og var seldur til Real Madrid þar sem hann hefur átt erfitt uppdráttar. Nú eru Spánarmeistararnir búnir að lána hann aftur til Frankfurt þar sem hann gæti fundið taktinn aftur.

Frankfurt stjórnaði leiknum en tryggði sér ekki sigurinn fyrr en í uppbótartíma, þegar Jovic var aftur á ferðinni. Serbinn skoraði því tvennu í sínum fyrsta leik aftur í Frankfurt.

Frankfurt er í baráttu um Evrópusæti, með 26 stig eftir 16 umferðir. Schalke er með sjö stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner