Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 17. janúar 2022 14:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Patrik keyptur til Viking (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrik Sigurður Gunnarsson hefur verið seldur frá Brentford til norska félagsins Viking FK í Stavangri. Markvörðurinn skrifar undir fjögurra ára samning við norska félagið.

Patrik var á láni hjá Viking seinni hluta árs í fyrra og stóð sig með prýði, svo vel að félagið vildi fá hann aftur í sínar raðir. Kaupverðið er óuppgefið.

Patrik er 21 árs gamall og átti að vera í íslenska landsliðshópnum í Tyrklandi en gat ekki verið með sökum meiðsla. Patrik var alls í þrjú og hálft ár hjá Brentford og spilaði einn aðalliðsleik, þegar hann kom inn á gegn Middlesbrough fyrir tæpum tveimur árum.

Viking endaði í þriðja sæti í efstu deild, Eliteserien, á síðasta tímabili og fer því í Evrópukeppni á komandi tímabili. Samúel Kári Friðjónsson er leikmaður Viking.

„Fyrir hönd allra hjá Brentford viljum við þakka Patrik fyrir hans framlag síðustu ár. Þrátt fyrir takmarkaðan fjölda tækifæra þá hefur hann haldið áfram að þróast sem leikmaður og staðið sig vel þar sem hann hefur spilað á láni. Okkur finnst að núna sé rétti tímapunkturinn fyrir hann að byggja ofan á þessar lánsdvalir og halda áfram að spila reglulega, þess vegna samþykkjum við tilboðið í hann. Við óskum honum góðs gengis með sinn feril," sagði Phil Giles, yfirmaður fótboltamála hjá Brentford.

Erik Nevland, fyrrum leikmaður Man Utd og Fulham, er yfirmaður fótboltamála hjá Viking.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner