Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 17. febrúar 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Jetro Willems: Það hafa komið tár
Vill vera áfram hjá Newcastle
Jetro Willems.
Jetro Willems.
Mynd: Getty Images
„Ég var með tárin í augunum þegar ég skrifaði skilaboð á Instagram," sagði Jetro Willems, varnarmaður Newcastle, en hann sleit krossband á dögunum og spilar ekki meira á tímabilinu.

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég verð fyrir svona alvarlegum meiðslum og ég var að mínu mati búinn að standa mig vel hjá Newcastle."

„Ég var farinn að hafa gaman að því að spila fótbolta aftur. Hugarfar mitt er að þetta verði allt í lagi en þetta eru alvarleg meiðsli. Það hafa komið tár, já."


Hinn 25 ára gamli Willems var í láni hjá Newcastle frá Frankfurt og hann vonast til að fá tækifæri til að vera áfram hjá enska félaginu.

„Ég held að þetta sé ekki rétta augnablikið til að ræða framtíð mína. Myndi ég vilja halda áfram að spila með Newcastle? Auðvitað myndi ég vilja það. Ég er í miðri endurhæfingu núna og framtíð mín er ekki aðalatriðið núna."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner