Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 17. apríl 2021 12:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Keflavík sagt hafa neitað tilboði Sirius - „Hefði ekki verið verri en Valgeir"
Rúnar Þór Sigurgeirsson.
Rúnar Þór Sigurgeirsson.
Mynd: IK Sirius
Rúnar Þór Sigurgeirsson var frábær þegar Keflavík vann Lengjudeildina í fyrra.

Hinn 21 árs gamli Rúnar Þór hefur vakið athygli síðustu tvö tímabil með Keflavík í Lengjudeildinni.

Hann verður með liðinu í Pepsi Max-deildinni, að minnsta kosti eru miklar líkur á því þrátt fyrir áhuga erlendis. Hann fór til reynslu hjá Sirius í Svíþjóð eftir síðasta tímabil og kom það fram í hlaðvarpsþættinum Dr Football að það hefði borist tilboð í hann en því hefði verið hafnað.

„Þeir fengu tilboð í hann um daginn en höfnuðu því, frá Sirius," sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson.

„Allt uppspil og sóknarleikur, hann er rosalega kröftugur. Ef hann hefði til dæmis verið í Val eins og Valgeir Lunddal, þá hefði hann ekki verið verri," sagði Einar Orri Einarsson, leikmaður Njarðvíkur og fyrrum leikmaður Keflavíkur.

Sjá einnig:
Rúnar Þór: Alltaf gaman að fá áhuga frá svona félögum


Athugasemdir
banner
banner
banner