Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 17. apríl 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Moyes stjóri tímabilsins sama hvað gerist"
David Moyes.
David Moyes.
Mynd: Getty Images
Það er áhugaverður leikur í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu þegar Newcastle fær West Ham í heimsókn.

West Ham er í Meistaradeildarbaráttu en Newcastle hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarið.

Steve Bruce, stjóri Newcastle, hrósaði kollega sínum, David Moyes, mikið á blaðamannafundi fyrir leikinn. Hann segist vera mæta besta stjóra tímabilsins.

„Að mínu mati er Moyesy stjóri tímabilsins sama hvað gerist. Hann er að berjast um Meistaradeildarsæti þegar það eru sex, sjö leikir eftir og það er frábært afrek," sagði Bruce.

„Þeir hafa átt frábært tímabil og það er erfiður leikur framundan."

Það voru ekki allir stuðningsmenn West Ham sammála ráðningunni á Moyes þegar hann var ráðinn sem stjóri liðsins í annað sinn 2019. Hann hefur hins vegar náð að vinna stuðningsmennina á sitt band. Það er ekki hægt að segja það sama um Bruce sem er ekki vinsæll hjá stuðningsmönnum Newcastle.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner