Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 17. apríl 2021 12:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wolves virðist hafa mjög mikinn áhuga á Skagamanninum unga
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það virðist vera mikill áhugi hjá því hjá Wolves að kaupa Ísak Bergmann Jóhannesson frá Norrköping.

Sænski fjölmiðillinn Expressen sagði frá því í síðustu viku og núna hefur Telegraph í Bretlandi tekið undir það.

Telegraph segir frá því að Wolves hafi áhuga á Skagamanninum unga en hafi áhyggjur af því að hann fái ekki atvinnuleyfi í Bretlandi eftir Brexit.

Bretar gengu formlega úr Evrópusambandinu þann 31. janúar síðastliðinn, en nýjar reglur í enska boltanum hafa núna tekið gildi. Það er sérstakt kerfi sem sér til þess að ákveða um hvort leikmenn fái atvinnuleyfi eða ekki, en það fer meðal annars eftir því hversu marga landsleiki umræddur leikmaður hefur leikið, hversu sterkt félagið sem er að selja leikmanninn er og hversu sterk deildin sem leikmaðurinn kemur úr er.

Ísak er fæddur í Englandi en samt eru áhyggjur um það hjá Wolves hvort hann geti fengið atvinnuleyfi eða ekki.

„Jóhannessyni hefur verið lýst sem næsta Gylfa Þór Sigurðssyni og hann lék sinn fyrsta landsleik í nóvember síðastliðnum gegn Englandi," segir í grein Telegraph og þar segir jafnframt að Ísak sé metinn á 5 milljónir punda.

Ísak hefur spilað tvo A-landsleiki og spilaði hann stórt hlutverk fyrir Norrköping á síðustu leiktíð.

Hann hefur einnig verið orðaður við stór félög á borð við Manchester United, Liverpool, Juventus og Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner