Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 17. apríl 2025 13:21
Ívan Guðjón Baldursson
Biður stuðningsmenn afsökunar eftir tap gegn Arsenal
Mynd: EPA
Jude Bellingham spilaði báða tapleiki Real Madrid gegn Arsenal í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og bað stuðningsmenn afsökunar í gærkvöldi.

Arsenal vann 3-0 í London og 2-1 í Madríd og viðurkennir Bellingham að leikmenn Real hafi brugðist stuðningsfólki.

„Við stóðumst einfaldlega ekki væntingar í þessum tveimur leikjum. Ég vil biðja alla stuðningsmenn afsökunar fyrir það, við skiljum hversu miklu máli þessi Meistaradeildarkvöld skipta fyrir ykkur," sagði Bellingham eftir tapið í gærkvöldi.

„Við eigum samt ennþá möguleika á því að bjarga þessu tímabili en við getum bara gert það með að standa þétt saman. Real Madrid mun snúa aftur!"

Þetta er í fyrsta sinn síðan 2020 sem Real Madrid kemst ekki í undanúrslit Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner