Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 17. maí 2021 17:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvert verður næsta skref Heimis?
Heimir í stúkunni í Sviss að fylgjast með íslenska landsliðinu.
Heimir í stúkunni í Sviss að fylgjast með íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir og Bjarki Már Ólafsson, sem var í þjálfarateymi hans í Katar.
Heimir og Bjarki Már Ólafsson, sem var í þjálfarateymi hans í Katar.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Heimir þjálfaði Al Arabi í tvö og hálft ár.
Heimir þjálfaði Al Arabi í tvö og hálft ár.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Næsta skref?
Næsta skref?
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari, er hættur sem þjálfari Al Arabi í Katar eftir að hafa starfað fyrir félagið frá desember 2018.

Heimir náði eins og allir vita mögnuðum árangri með íslenska landsliðið frá 2011 til 2018.

Al Arabi hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar í Katar á síðustu leiktíð. Liðið féll úr leik í undanúrslitum Emír-bikarsins fyrr í þessum mánuði.

Samningur Heimis er að renna út en hann er með tvo íslenska aðstoðarmenn; Bjarka Má Ólafsson og Frey Alexandersson. Þá er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson leikmaður Al Arabi. Samningur Arons við Al Arabi rennur út í sumar.

Það verður fróðlegt að sjá hvað Heimir gerir næst. Hann er 53 ára gamall og á nóg eftir í þjálfarabransanum enda stórkostlegur þjálfari.

Annað landslið?
Það er Evrópumót framundan í sumar og gætu einhver landsliðsstörf losnað eftir það mót. Ef það gerist, þá verður eflaust hringt í Heimi eftir þann árangur sem hann náði með Íslandi á sínum tíma. Heimir gæti líka fengið símtöl varðandi landsliðsþjálfarastörf utan Evrópu.



MLS-deildin
Það var áhugi á Heimi frá Norður-Ameríku áður en hann fór til Katar. Hann var til að mynda sterklega orðaður við kanadíska félagið Vancouver Whitecaps sem spilar í MLS-deildinni. Sagan segir að Heimir sé mjög spenntur fyrir því að vinna í MLS.

Nokkuð stórt félagslið í Evrópu
Áður en Heimir tók við Al Arabi var hann orðaður við nokkuð stór félög í Evrópu; Basel í Sviss og Stuttgart í Þýskalandi. Gæti félag á þeim mælikvarða verið möguleiki núna? Þýska úrvalsdeildin er spennandi og þýska B-deildin líka. Schalke og Hamburg eru tvö stór félög í B-deild sem virðist vanta þjálfara sem getur komið inn með stöðugleika og byggt ofan á það. Heimir er fullkomni maðurinn í það.

Norðurlöndin
Deildirnar á Norðurlöndunum eru í fullu fjöri. Norska og sænsku úrvalsdeildirnar voru að byrja og sú danska er að klárast. Starfið hjá Häcken í Svíþjóð er laust og sömu sögu er að segja af Stromsgodset í Noregi. Fleiri störf gætu verið að losna á næstunni.



Pepsi Max-deildin eða heimkoma til Eyja
Síðast þegar Heimir var að leita að starfi þá voru kjaftasögur um að hann myndi koma í Pepsi Max-deildina og var hann orðaður við þjálfarastöður hjá ÍBV og KA. Þá sagði hann að ekkert væri til í því og að honum langaði að þjálfa erlendis. Langar honum heim eftir tvö og hálft ár í Katar? ÍBV, félagið hans hér heima, er í Lengjudeildinni og fer illa af stað í sumar.

Sjá einnig:
Helgi Sig í heitu sæti? - Stór nöfn á lausu
Athugasemdir
banner
banner
banner