Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 17. maí 2021 18:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Yrði eitt stærsta afrekið mitt
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að það yrði eitt af sitt stærstu afrekum hjá félaginu ef því tekst að komast í Meistaradeildina.

Liverpool er einu stigi frá Meistaradeildarsæti þegar tveir leikir eru eftir í deildinni.

Liverpool hefur orðið Englandsmeistari og Evrópumeistari undir stjórn Klopp en hann segir að það yrði eitt sitt stærsta afrek hjá félaginu að koma því í Meistaradeildina fyrir næstu leiktíð. Það hefur mikið gengið á yfir þetta tímabil, þá sérstaklega varðandi meiðsli lykilmanna.

„Það yrði eitt mitt stærsta afrek," sagði Klopp spurður út í Meistaradeildina í viðtali við Sky Sports.

„Ég veit hvernig það hljómar, en það er sannleikurinn. Allir hérna sjá það líka. Ef þú vilt skrifa bók um Liverpool og vera leiður eftir hana, þá skrifarðu um þetta tímabil. Þú lest hana og hugsar með þér: 'Vá, hvað gerðist þetta? og Þetta?' Almenningur veit ekki af öllu sem gerist. Við höfum þurft að takast á við mikið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner