mán 17. maí 2021 15:30
Fótbolti.net
Svona augnablik eru ástæða þess að maður horfir á fótbolta
Alisson skorar gegn West Brom.
Alisson skorar gegn West Brom.
Mynd: EPA
Eins og allir lesendur vita væntanlega þá tryggði markvörðurinn Alisson mikilvægan sigur Liverpool gegn West Brom í gær með því að skora sigurmarkið eftir að hafa farið fram í hornspyrnu í blálokin.

Í hlaðvarpsþættinum Enski boltinn ræddu Jón Kaldal og Engilbert Aron Kristjánsson um þetta magnaða atvik.

„Þetta er gjörsamlega lygilegt. Það eru svona augnablik sem gera það að verkum að maður er að horfa á fótbolta, þetta er dramatík sem er lygilegri en nokkur skáldskapur," segir Aron.

„Þetta var ævintýralega góður skalli hjá honum, setti boltann óverjandi í hornið. Þetta er eitt besta augnablik þessa tímabils og jafnvel í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Það átti enginn möguleika í hann," segir Jón Kaldal.

„Hann er trúaður og með miklar tilfinningar. Hann talaði um það sjálfur að hann kann ekki að fagna en félagar hans í liðinu sáu um það."

Liverpool á eftir að spila við Crystal Palace og Burnley í lokaumferðunum og getur innsiglað Meistaradeildarsæti með því að vinna þá báða leiki. „Ég hef trú á því að þeir klári þetta, sigli þessu nokkuð örugglega í höfn," segir Jón Kaldal.
Enski boltinn - Risasumar Arsenal og lygilegt mark Alisson
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner