Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 17. júní 2019 19:12
Ívan Guðjón Baldursson
Dagný: Ógeðslega spenntar fyrir undankeppninni
Mynd: Getty Images
Dagný Brynjarsdóttir skoraði seinna markið í 0-2 sigri Íslands gegn Finnlandi í æfingaleik í dag. Það var hennar fyrsta mark í eitt og hálft ár, eða síðan Ísland gerði 1-1 jafntefli í Tékklandi í október 2017.

Þetta var annar æfingaleikurinn í Finnlandi á skömmum tíma en þetta eru síðustu leikirnir í undirbúningi fyrir undankeppni EM sem fer af stað í ágúst.

„Það var orðið langt síðan seinast, ég hef ekki skorað síðan á móti Tékkum. Stelpan í markinu var með mér í Bayern München. Það var sætt að setja eitt á hana," sagði Dagný hress að leikslokum.

„Við erum að skerpa okkar leik og fórum yfir nýjar áherslur. Það er gott að enda ferðina á sigri á 17. júní. Fullt af stelpum fengu séns, við erum að breikka hópinn og mér fannst þær sem komu inná standa sig vel.

„Mér finnst þetta líta vel út og ég held við séum bara orðnar ógeðslega spenntar fyrir undankeppninni."





Athugasemdir
banner
banner