fös 17. júní 2022 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætlar að fá Bielsa og Griezmann til Bilbao
Bielsa gerði frábæra hluti með Athletic Bilbao á sínum tíma. Hann var síðast stjóri Leeds á Englandi.
Bielsa gerði frábæra hluti með Athletic Bilbao á sínum tíma. Hann var síðast stjóri Leeds á Englandi.
Mynd: Getty Images
Framundan eru forsetakosningar hjá spænska úrvalsdeildarfélaginu Athletic Bilbao.

Einn af þeim sem er að bjóða sig fram er Inaki Arechabaleta og hann er sagður ætla sér stóra hluti ef hann fær traustið.

Hann segist vera búinn að fá loforð frá ákveðnum þjálfara um að taka við stjórn liðsins. Samkvæmt spænskum fjölmiðlum er sá þjálfari Arentínumaðurinn Marcelo Bielsa, sem er elskaður í Bilbao. Bielsa kom Bilbao meðal annars í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á sínum tíma.

Bielsa er sagður vilja fá Antoine Griezmann til félagsins og yrði það stórt ef það myndi gerast. Griezmann var á láni hjá Atletico Madrid á síðustu leiktíð en hann má yfirgefa herbúðir Barcelona.

Planið er að Griezmann verði áfram hjá Atletico á næsta tímabili, en það er spurning hvort Bilbao náði að lokka hann yfir ef Arechabaleta nær að vinna forsetakosningarnar.

Það er regla innan Bilbao að í liðinu séu bara með Baska í sínu liði og fellur Griezmann undir þá reglu.

Bilbao hafnaði í áttunda sæti í La Liga - spænsku úrvalsdeildinni - á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner