Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 17. ágúst 2019 10:15
Ívan Guðjón Baldursson
Renato Sanches: Bayern leyfir mér ekki að fara
Mynd: Getty Images
Portúgalski miðjumaðurinn Renato Sanches er ósáttur með spiltíma sinn hjá FC Bayern og vill halda á önnur mið.

Hann segist vera óánægður með að honum sé ekki hleypt í burtu frá félaginu.

„Þetta er ekki góð staða fyrir mig. Þetta er í annað sinn sem ég vil ganga til liðs við annað félag en mér er ekki hleypt burt," sagði Sanches í viðtali við Sport1 í gær.

„Fimm mínútur eru ekki nóg fyrir mig."

Sanches fékk aðeins sex mínútur í 2-2 jafntefli gegn Hertha Berlin í gær og gaf þetta viðtal eftir leikinn. Hann spilaði 62 mínútur í sigri á Energie Cottbus í bikarnum og 21 mínútu í 2-0 tapi gegn Borussia Dortmund í leiknum um Ofurbikarinn.

Talið er að Tomas Tuchel hafi áhuga á að fá hann til PSG:

Sanches verður 22 ára á morgun. Hann hefur spilað fyrir Benfica og Swansea auk Bayern og á 18 A-landsleiki að baki fyrir Portúgal. Hann lék hlutverk er Portúgalir hömpuðu Evrópumeistaratitlinum í Frakklandi 2016.

Sanches kom við sögu í 17 deildarleikjum á síðustu leiktíð, einum bikarleik og sex Meistaradeildarleikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner