Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 17. ágúst 2022 16:30
Elvar Geir Magnússon
Setur Juve í erfiða stöðu að ná ekki að selja Rabiot til Man Utd
Mynd: EPA
Það eru gríðarleg vonbrigði fyrir forráðamenn Juventus að ná ekki að selja Adrien Rabiot til Manchester United. Ítalska félagið samykkti tilboð frá United en leikmaðurinn náði ekki samkomulagi um kaup og kjör og félagaskiptin sigldu í strand.

Hjá Juve er Rabiot með sjö milljónir evra í laun á ári auk árangurstengdra bónusgreiðslna. Hann kom til félagsins á frjálsri sölu frá PSG 2019 og Juve spennti bogann í launagreiðslum.

Að félagið nái ekki að selja Rabiot setur áætlanir þess á leikmannamarkaðnum í erfiða stöðu. Það þarf aa selja miðjumann; Rabiot eða Arthur Melo, til að skapa pláss fyrir Leandro Paredes frá Paris Saint-Germain. Paredes er með meiri sköpunarmátt en hinir tveir.

Samningur Rabiot við Juventus rennur út sumarið 2023 og yfirgefur þá félagið á frjálsri sölu, eins og staðan er núna.

„Juventus keypti hann til að skapa vandamál fyrir andstæðingana en hann hefur skapað vandamál fyrir Juventus. Innan vallar, utan vallar og fjárhagslega," sagði blaðamaðurinn Alvise Cagnazzo um Rabiot þegar hann var orðaður við United.
Athugasemdir
banner
banner
banner