Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
   sun 17. ágúst 2025 15:34
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Botnliðið vann óvæntan sigur á toppliðinu
Höttur/Huginn vann heldur óvæntan sigur á toppliðinu
Höttur/Huginn vann heldur óvæntan sigur á toppliðinu
Mynd: Dagur Skírnir Óðinsson
Höttur/Huginn 3 - 1 Ægir
0-1 Jordan Adeyemo ('8 )
1-1 Eyþór Magnússon ('59 )
2-1 Marti Prera Escobedo ('68 )
3-1 Danilo Milenkovic ('90 )
Rautt spjald: Benedikt Darri Gunnarsson ('32, Ægir )

Bottnlið Hattar/Hugins vann heldur óvæntan 3-1 sigur á toppliði Ægis í 2. deild karla á Fellavelli í dag.

Ægismenn, sem hafa verið frábærir í allt sumar, tóku forystuna eins og kannski við var að búast. Það kom lítið á óvart að Jordan Adeyemo hafi skorað markið.

Það gerði hann á 8. mínútu sem var hans sautjánda mark í deildinni í sumar.

Allt stefndi í rétta átt en þá fékk Benedikt Darri Gunnarsson, leikmaður Ægis, tvö gul spjöld með stuttu millibili og var rekinn af velli eftir aðeins hálftímaleik.

Í síðari hálfleik komu heimamenn til baka. Eyþór Magnússon jafnaði metin á 59. mínútu og níu mínútum síðar voru þeir komnir yfir með marki Marti Escobedo.

Þar á milli fékk Arnar Logi Sveinsson, þjálfari Ægis, að líta rauða spjaldið.

Danilo Milenkovic gulltryggði stigin þrjú með marki seint í uppbótartíma og 3-1 sigur Hattar/Hugins staðreynd.

Höttur/Huginn kom sér upp úr botnsæti deildarinnar og í 10. sæti með 17 stig en Ægir er áfram á toppnum með 35 stig. Það gæti þó breyst eftir umferðina.
2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Ægir 17 11 2 4 49 - 26 +23 35
2.    Þróttur V. 18 10 3 5 27 - 21 +6 33
3.    Grótta 18 9 5 4 33 - 22 +11 32
4.    Dalvík/Reynir 17 9 2 6 29 - 16 +13 29
5.    Haukar 18 8 4 6 33 - 31 +2 28
6.    Kormákur/Hvöt 18 9 1 8 27 - 31 -4 28
7.    Víkingur Ó. 18 7 4 7 34 - 30 +4 25
8.    KFA 18 7 3 8 46 - 41 +5 24
9.    KFG 18 6 2 10 32 - 44 -12 20
10.    Kári 18 6 0 12 25 - 46 -21 18
11.    Víðir 17 4 3 10 23 - 30 -7 15
12.    Höttur/Huginn 17 3 5 9 21 - 41 -20 14
Athugasemdir
banner