Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 17. september 2013 14:57
Alexander Freyr Tamimi
Yfirlýsing frá FH: Ummælin um Börk ósönn
Jón Rúnar Halldórsson.
Jón Rúnar Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þeir Jón Rúnar Halldórsson og Lúðvík Arnarson, formaður og varaformaður FH, hafa sent frá sér aðra yfirlýsingu vegna ummæla sinna við blaðamenn í gær.

Jón Rúnar og Lúðvík héldu því fram að Edvard Börkur Evardsson, formaður Vals, tæki prósentur af sölum leikmanna liðsins.

Í gær birtu þeir afsökunarbeiðni en drógu hins vegar ekki ummæli sín til baka. Það hafa þeir þó nú gert í neðangreindri yfirlýsingu.

Í ljósi ummæla okkar í gær viljum við taka af allan vafa að þau orð sem við létum falla í garð Barkar Edvardssonar formanns knattspyrnudeildar Vals, eiga sér enga stoð í raunveruleikanum og voru sögð í hita leiksins. Ummælin eru hér með dregin til baka."

"Hegðun okkar í gær var ekki til fyrirmyndar og sæmir ekki forsvarsmönnum íþróttafélags.
Við viljum þakka Berki fyrir að taka afsökunarbeiðni okkar gilda og vonum að skuggi falli ekki á samstarf Vals og FH til framtíðar.

Virðingarfyllst
Jón Rúnar Halldórsson
Lúðvík Arnarson"

Athugasemdir
banner
banner
banner