Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 17. september 2019 11:19
Fótbolti.net
„Ætla að vona að Arnar standi í lappirnar"
Arnar með bikarmeistaratitilinn.
Arnar með bikarmeistaratitilinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bikarnum fagnað með mjólk.
Bikarnum fagnað með mjólk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Egill Lárusson er orðaður við endurkomu í Víking.
Sigurður Egill Lárusson er orðaður við endurkomu í Víking.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Andri Tryggvason.
Guðmundur Andri Tryggvason.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Í Innkastinu var talað um stöðu Víkinga og framhaldið hjá liðinu eftir að það vann bikarmeistaratitilinn um helgina.

Smelltu hér til að hlusta á Innkastið

Elvar Geir rifjaði upp viðtal við Arnar frá því í október í fyrra þar sem hann fór yfir sínar hugmyndir um fótbolta og hvað hann vildi gera með Víking. Umrætt viðtal vakti mikla athygli og umtal en hér er hægt að nálgast það.

„Það er gaman að hlusta á þetta viðtal núna aftur. Þar er hann að tala um sína hugmyndafræði sem svo varð að veruleika og nú standa Víkingar uppi sem bikarmeistarar. Ég viðurkenni að ég efaðist sjálfur stórlega um að þetta myndi ganga upp hjá honum, byrja alveg á botninum með því að byggja þetta upp en hlutirnir hafa gerst ótrúlega hratt hjá honum og liðinu," segir Elvar en ýmsir efuðust um stefnuna sem Arnar vildi taka með Víkinga.

„Eftir þetta viðtal sá maður viðbrögð á samfélagsmiðlum þar sem talað var um hvað þetta væri geggjað. Hann er mjög vinsæll sem leikmaður og persóna. Fólk var mjög ánægt með það sem hann ætlaði að gera en svo gekk ekkert á undirbúningstímabilinu og liðið var við fallsvæði í Pepsi Max-deildinni. Hann hefur haldið tryggð við þetta frá fyrstu sekúndu og þetta tekur tíma," segir Tómas Þór.

„Þetta er mjög spennandi vegferð. Á næsta ári, hvað gerist þá? Með sama prógramm og svipaðan hóp," segir Magnús Már en Arnar hefur gjörbreytt leikstíl Víkingsliðsins og fengið inn spennandi hæfileikaríka leikmenn.

Ábyrgðin mikil hjá þeim sem stjórna
Með bikarsigrinum tryggðu Víkingar sér Evrópusæti en það er gríðarlega mikill meðbyr með félaginu og áhuginn svakalegur.

„Þeir sem stjórna Víkingi eru núna að fá rosalegt fjármagn í hendurnar og það dælast inn peningar. Stuðningsaðilar sem eiga peninga eru líka viljugri til að setja enn meiri pening í félagið á meðan stemningin er þessi og áran þetta jákvæð," segir Elvar og Tómas tekur undir:

„Auðvitað er þetta spennandi, það er engin spurning. En ábyrgðin hjá þessum mönnum sem stjórna þessu er mikil í framhaldinu. Það þarf að eyða peningunum rétt. Þeir hafa tekið margar rangar ákvarðanir en sumar réttar og ein sú réttasta er að hafa gefið Arnari Gunnlaugssyni traustið. Frábær ákvörðun," segir Tómas.

„Ég ætla að vona að Arnar standi í lappirnar og standi með sjálfum sér og sinni hugmyndafræði. Ég vona að hann fari ekki í þann pakka að hann fari að sækja í ellismella sem eru lausir því það er til peningur. Það þarf að styrkja þá hugmyndafræði sem er í gangi, fara í dýrasta GPS stöffið, styrkja þjálfarateymið, gera jafnvel meira fyrir yngri flokka. Eyða peningunum þar til að halda streyminu af ungum leikmönnum sem koma inn í þetta og leikmönnum sem geta spilað þetta kerfi."

Siggi Lár heim í Víkina?
Tómas talar um að mikilvægt sé að halda áfram að fá inn réttu leikmennina sem passa inn í leikstílinn. Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals, verður samningslaus eftir tímabilið og hefur verið sterklega orðaður við endurkomu í Víkina.

„Eitt dæmi um ákvörðun sem þarf að taka: Sigurður Egill Lárusson. Einhver almesti Víkingur sem finnst. Hjarta hans slær með Víking og hann er frábær leikmaður. Hann er að verða samningslaus og þetta Valsdæmi er búið, það liggur beinast við að hann komi heim," segir Tómas.

„Sigurður Egill Lárusson er 92 módel og hefur verið svolítið meiddur, ekki þekktur fyrir mikinn hraða en ógeðslega góður í fótbolta. Getur hann spilað pressu Víkinga? Fittar hann inn í systemið?"

Magnús Már veltir því fyrir sér hvort Sigurður Egill gæti verið fenginn sem bakvörður í Víkingsliðið.

Líklegir til að reyna að kaupa Guðmund Andra
Talað var um að það væri væntanlega eftirsóknarvert að spila í Víkingi og undir stjórn Arnars.

„Tengingin við Total Football Football (umboðsskrifstofuna) fer ekki framhjá neinum. Arnar hefur góð tök á að fá leikmenn. Miðað við það sem hann segir í öllum viðtölum þá er maður nokkuð viss um að hann muni halda sig við sitt og hann þarf að standa fastur," segir Tómas.

Guðmundur Andri Tryggvason hefur verið frábær hjá Víkingum en sóknarmaðurinn ungi er á lánssamningi frá Start í Noregi.

„Hann náði algjörlega að komast inn í hausinn á FH-ingum í þessum bikarúrslitaleik. Þeir þoldu hann ekki. Guðmundur Andri er bara á láni út tímabilið, gætu Víkingar ekki gert tilboð í hann?" spyr Elvar.

„Það þætti mér ekki ólíklegt? Það er skrítið að Start geti ekki notað hann," segir Tómas.


Innkastið - Meistaraþáttur og þjálfaraslúður
Athugasemdir
banner
banner