Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 17. september 2021 12:15
Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason verður yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi (Staðfest)
Kári á hliðarlínunni hjá Víkingum í bikarleiknum gegn Fylki í fyrrakvöld. Að baki hans má sjá Arnar Gunnlaugsson þjálfara liðsins.
Kári á hliðarlínunni hjá Víkingum í bikarleiknum gegn Fylki í fyrrakvöld. Að baki hans má sjá Arnar Gunnlaugsson þjálfara liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur boðaði til fréttamannafundar nú í hádeginu þar sem það var tilkynnt að Kári Árnason hafi verið ráðinn yfirmaður fótboltamála hjá félaginu.

Kári er einn af farsælustu fótboltamönnum þjóðarinnar og var lykilmaður í íslenska landsliðinu á gullárunum og átti fast sæti í byrjunarliðinu á Evrópumótinu í Frakklandi 2016 og Heimsmeistaramótinu í Rússlandi 2018.

Hann verður 39 ára gamall í næsta mánuði. Hann sneri aftur heim í Víking úr atvinnumennsku á miðju sumri árið 2019.

Hann varð bikarmeistari með liðinu það sumar og er í toppbaráttu Pepsi Max-deildarinnar nú í sumar þegar tvær umferðir eru eftir.

Hann mun leggja skóna á hilluna eftir tímabilið og taka við þessu nýja starfi hjá Víkingum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner