Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fös 17. september 2021 23:20
Victor Pálsson
Schmeichel hissa á ákvörðun Solskjær
Peter Schmeichel, goðsögn Manchester United, var hissa á liðsvali Ole Gunnar Solskjær í Meistaradeildinni í vikunni.

Solskjær lét í sér heyra eftir 2-1 tap og kenndi bæði dómaranum og gervigrasinu í Sviss um tapið óvænta.

Schmeichel telur hins vegar að Norðmaðurinn hafi ekki spilað besta liði Man Utd sem gæti hafa kostað möguleg stig.

Man Utd lék lengi manni færri í þessum leik eftir rauða spjald Aaron Wan-Bissaka.

„Við getum alltaf sett spurningamerki við liðsvalið. Ég hugsa hins vegar að þegar næsti leikur er gegn West Ham á sunnudag, þetta er fyrsti Meistaradeilddarleikurinn - af hverju spilarðu ekki besta liðinu?" sagði Schmeichel.

„Jafnvel þó þetta sé gervigras, sama hvaða afsakanir poppa upp, náðu í þennan sigur."
Athugasemdir
banner
banner