lau 17. september 2022 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola kemur Grealish til varnar
Mynd: Getty Images

Það var mjög umdeilt þegar enski landsliðshópurinn var kynntur fyrir viðureignir gegn Ítalíu og Þýskalandi í Þjóðadeildinni síðar í þessum mánuði.

Jack Grealish leikmaður Manchester City var valinn í hópinn.


Hann hefur valdið miklum vonbrigðum eftir að hafa gengið til liðs við City frá Aston Villa fyrir 100 milljónir punda síðasta sumar. Hann lék 26 leiki fyrir félagið á síðustu leiktíð, skoraði 3 mörk og lagði upp 3.

Þá hefur hann aðeins komið við sögu í tveimur leikjum á yfirstandandi tímabili, að hluta til vegna meiðsla. Pep Guardiola stjóri City hefur engar áhyggjur af Grealish.

„Ég efast ekkert um hann, alls ekki. Ég er mjög ánægður með hann. Ég vil fá mörk og stoðsendingar, hann vill það líka. Þetta snýst ekki um það, það er spurning hvað hann gerir án boltans, hvað hann getur gert fyrir aðra," sagði Guardiola.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner