Real Madrid vann fimmta leik sinn í La Liga á Spáni í kvöld er liðið kom til baka gegn Real Sociedad og hafði 2-1 sigur.
Ekki byrjaði það vel fyrir Madrídinga því Ander Barrenetxea skoraði fyrir gestina eftir fimm mínútur.
Sociedad spilaði frá aftasta manni, lék boltanum yfir á hægri vænginn áður en boltinn kom inn í teiginn til Barrenetxea, sem átti skot, en Kepa varði áður en Barrenetxea fékk boltann aftur og kom honum yfir línuna.
Federico Valdverde jafnaði fyrir heimamenn í upphafi síðari hálfleiks. Boltinn kom út fyrir teiginn þar sem Valverde mætti á ferðinni og hamraði honum í stöng og inn.
Tæpu korteri síðar gerði hinn stóri og stæðilegi framherji, Joselu, sigurmarkið með skalla eftir fyrirgjöf frá Fran Garcia á vinstri vængnum.
FImm sigrar af fimm mögulegum hjá Real Madrid sem er á toppnum í La Liga.
Alexander Sorloth skoraði sigurmark Villarreal í 2-1 sigrinum á Almería en mark hans kom undir lok leiks og þá gerði Dodi Lukebakio eina markið í 1-0 sigri Sevilla á Las Palmas.
Real Madrid 2 - 1 Real Sociedad
0-1 Ander Barrenetxea ('5 )
1-1 Federico Valverde ('46 )
2-1 Joselu ('60 )
Villarreal 2 - 1 Almeria
0-1 Sergio Akieme ('44 )
1-1 Gerard Moreno ('45 )
2-1 Alexander Sorloth ('90 )
Sevilla 1 - 0 Las Palmas
1-0 Dodi Lukebakio ('71 )
Athugasemdir