Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 17. október 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neville: Gerðist einu sinni og kemur ekki fyrir aftur
Phil Neville.
Phil Neville.
Mynd: Getty Images
Phil Neville, þjálfari Inter Miami í MLS-deildinni, hefur lofað að haga sér betur í kjölfarið á því að hann lét dómara í deildinni heyra það.

Eftir að Inter Miami tapaði sínum fimmta leik í röð um síðustu helgi, þá lét Neville dómarana heyra það. Hann sagði að dómararnir hefðu „svindlað" á Miami-liðinu.

Hann fékk fyrir ummæli sín sekt og var hann gagnrýndur af dómarasamtökunum.

Neville, sem spilaði fyrir enska landsliðið, Everton og Manchester United á sínum leikmannaferli, segist hafa látið þessi ummæli falla í hita leiksins.

„Ég notaði vitlaust orð - að svindla - og það á aldrei að nota það um dómara eða í fótboltaleikjum almennt. Ég átti góðar samræður við fólk hjá MLS-deildinni og dómarasamtökunum um ákvarðanir, mína hegðun og virðinguna sem þarf að vera til staðar hjá báðum aðilum."

„Þetta gerðist bara einu sinni og kemur ekki fyrir aftur."

Neville tók við Inter Miami fyrr á þessu ári. Félagið er að hluta til í eigu David Beckham, fyrrum landsliðsfyrirliða Englands.
Athugasemdir
banner
banner
banner