Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 17. október 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo opinberar sitt val fyrir Ballon d'Or
Ronaldo Nazario.
Ronaldo Nazario.
Mynd: Getty Images
Það verður mjög spennandi að sjá hver fær Gullboltann, Ballon d'Or verðlaunin, sem eru veitt besta leikmanni í heimi á ári hverju.

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa einokað verðlaunin síðustu árin en það ríkir mikil spenna yfir valinu í ár.

Brasilíumaðurinn Ronaldo Nazario vann verðlaunin tvisvar á sínum leikmannaferli. Hann er einn besti sóknarmaður sögunnar. Hann er búinn að opinbera sitt val fyrir verðlaunin.

Hann segir að Karim Benzema, sóknarmaður Real Madrid, eigi skilið að fá þau. Ef það gerist, þá væri það í fyrsta sinn sem Benzema myndi vinna verðlaunin.

„Hann á án nokkurs vafa skilið að vinna þessi verðlaun," skrifaði Ronaldo um Benzema á Facebook.

Benzema hlýtur að koma til greina eftir gott ár. Aðrir sem talið er að berjist um þessi verðlaun eru Jorginho, áðurnefndur Messi og Robert Lewandowski.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner