Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
banner
   mán 17. október 2022 11:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Enginn útileikmaður gert fleiri mistök sem kosta mörk en Mings
Mynd: EPA
Tyrone Mings gerði afdrífarík mistök í leik Aston Villa gegn Chelsea í gær.

Mings hitti boltann skelfilega þegar hann skallaði boltann inn á eigin vítateig í gær, boltinn fór í átt að marki Villa og Mason Mount komst til hans. Mount klikkaði ekki einn gegn Emiliano Martínez í marki Villa og skoraði.

Enginn útileikmaður í ensku úrvalsdeildinni hefur gert fleiri mistök sem leiða til marks andstæðinganna en Mings á síðustu fjórum tímabilum.

Frá því tímabilið 2019/20 hófst hefur Mings gert fimm mistök sem leiða beint til marks andstæðings.

Einungis Jordan Pickford og David de Gea hafa gert fleiri mistök sem leiða til marks en Mings.




Athugasemdir