Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   mán 17. október 2022 11:53
Elvar Geir Magnússon
Ósáttur með óheppilega mynd sem félagið birti á samfélagsmiðlum
Færslan sem Forest birti fyrir leik en hún var svo fjarlægð.
Færslan sem Forest birti fyrir leik en hún var svo fjarlægð.
Mynd: Instagram
Steve Cooper, stjóri Nottingham Forest, segir að færsla félagsins á samfélagsmiðlum sem birt var fyrir 1-0 tapleikinn gegn Úlfunum um helgina hafi ekki hjálpað.

Forest birti mynd af sóknarmanninum Emmanuel Dennis á Molineux með úlfahvolpa í kringum sig og skrifaði við 'Leiktími'.

Færslunni var eytt en leikmenn Wolves höfðu deilt henni áður. Eftir leikinn svaraði Wolves með mynd af exi sem hafði hoggið niður tré og skrifaði við 'Leiktímanum er lokið'. Það er tré í merki Forest.

„Ég vissi ekki af þessari færslu fyrr en eftir leikinn. Þetta var óheppilegur póstur frá félaginu og hjálpaði ekki. Mikilvægast er að menn læri af þessu," segir Cooper.

Tap Forest gegn Wolves var sjöunda tap liðsins í tíu deildarleikjum á þessu tímabili. Forest er á botni deildarinnar en liðið mætir Brighton á útivelli á morgun.

„Ég ætla ekki að nota þessa færslu sem afsökun fyrir tapinu. Atvinnumenn þurfa ekki mynd á samfélagsmiðlum til að gíra sig í að ná úrslitum. Þessi færsla hjálpaði ekki en við þurfum að horfa fram veginn," segir Cooper.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner