Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. nóvember 2019 09:23
Brynjar Ingi Erluson
Man City íhugar að fá Coman inn fyrir Sane
Kingsley Coman í leik með Bayern á tímabilinu
Kingsley Coman í leik með Bayern á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City íhugar að fá franska landsliðsmanninn Kingsley Coman frá Bayern München en Sky Sports greinir frá.

Þýski landsliðsmaðurinn Leroy Sane meiddist í upphafi tímabilsins og verður frá fram á næsta ár en hann var nálægt því að ganga í raðir Bayern í sumar.

Talið er að Bayern hafi enn áhuga á að fá Sane og gæti farið svo að félögin skiptist á leikmönnum.

Samkvæmt Sky Sports hefur Pep Guardiola, stjóri City, áhuga á því að fá Kingsley Coman en hann hefur spilað tíu leiki með Bayern á tímabilinu og er með öflugustu vængmönnum heims í dag.

Hann á afar áhugaverðan feril en hann hefur spilað með þremur stórliðum á ferlinum og er aðeins 23 ára gamall. Hann hóf ferilinn hjá Paris Saint-Germain þar sem hann varð meistari tvö ár í röð áður en Juventus fékk hann á frjálsri sölu árið 2014.

Coman spilaði eitt tímabil með Juventus áður en hann var lánaður til Bayern tímabilið á eftir. Hann eyddi tveimur árum á láni hjá Bayern áður en hann var keyptur til félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner