Spænska landsliðskonan Aitana Bonmatí varð sú fyrsta í sögunni til að vera valin besta fótboltakona heims af FIFA er hún tók titilinn þriðja árið í röð í kvöld.
Bonmatí hefur verið lykilkona hjá Barcelona og spænska landsliðinu síðustu ár.
Hún vann HM með Spánverjum árið 2022 og unnið fjölda titla með Börsungum.
Þetta er þriðja árið í röð sem FIFA velur hana besta fótboltakonu heims, en áður var hún jöfn liðsfélaga sínum í Barcelona og landsliðinu, Alexia Putellas, sem vann verðlaunin tvisvar árin 2021 og 2022.
„Ég er þakklát fyrir þennan ótrúlega heiður. Ég hefði ekki getað gert þetta án allra leikmannanna, þjálfarana og stuðningsmannanna. Ég mun njóta augnabliksins,“ sagði Bonmatí.
Sarina Wiegman, þjálfari enska landsliðsins, er þjálfari ársins eftir að hafa gert Englendinga að Evrópumeisturum. Alls eru fjórar enskar í liði ársins og sjö frá Spáni.
Markvörður: Hannah Hampton (Chelsea)
Varnarmenn: Lucy Bronze (Chelsea), Leah Williamson (Arsenal), Irene Paredes (Barcelona), Ona Batlle (Barcelona).
Miðjumenn: Aitana Bonmati (Barcelona), Patri Guijarro (Barcelona), Claudia Pina (Barcelona).
Framherjar: Alessia Russo (Arsenal), Alexia Putellas (Barcelona), Mariona Caldentey (Arsenal).
First time was so nice, she had to do it thrice. ????#TheBest FIFA Women's Player 2025: Aitana Bonmatí. ????
— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) December 16, 2025
Athugasemdir



