Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
banner
   þri 16. desember 2025 21:04
Brynjar Ingi Erluson
Verður líklega áfram hjá Inter Miami
Mynd: EPA
Úrúgvæska goðsögnin Luis Suarez mun framlengja við Inter Miami ef marka má fréttir Athletic í dag.

Suarez varð meistari með Inter Miami í fyrsta sinn í sögu félagsins fyrr í þessum mánuði.

Samningur hans rennur út um áramótin og var ekki búist við að hann myndi framlengja samninginn.

Athletic segir að David Beckham og félagar í Inter Miami séu hins vegar að nálgast samkomulag við Suarez um að framlengja samninginn um eitt ár.

Suarez, sem er 38 ára gamall, skoraði 14 mörk og gaf 15 stoðsendingar á síðasta tímabili, en missti sæti sitt í byrjunarliðinu í síðustu leikjunum í úrslitakeppninni.

Inter Miami ætlar að styrkja hópinn á nýju ári. Jordi Alba og Sergio Busquets lögðu skóna á hilluna en félagið fékk líka Rodrigo De Paul frá Atlético Madríd og þá samdi Sergio Reguilon við félagið á dögunum en hann mun taka stöðu Alba í liðinu.
Athugasemdir
banner