Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
banner
   þri 16. desember 2025 17:56
Brynjar Ingi Erluson
Dembele valinn bestur - Sex frá PSG í liði ársins
Mynd: EPA
Luis Enrique er þjálfari ársins
Luis Enrique er þjálfari ársins
Mynd: EPA
Franski sóknarmaðurinn Ousmane Dembele er besti leikmaður ársins hjá alþjóðafótboltasambandi, FIFA, en hann hlaut verðlaunin nú rétt í þessu.

Dembele, sem er 28 ára gamall, vann þrennuna með Paris Saint-Germain á tímabilinu.

Hann átti stóran þátt í að liðið varð Evrópumeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins og hlaut hin eftirsóttu Ballon d'Or verðlaun í haust.

Frakkinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum en í kvöld var hann valinn bestur á verðlaunahátíð FIFA í Doha í Katar.

Luis Enrique, þjálfari PSG, var besti þjálfari ársins, en þetta er í annað sinn sem hann hlýtur verðlaunin.

Markvörður: Gianluigi Donnarumma (Man City/PSG)
Varnarmenn: Achraf Hakimi (PSG), William Pacho (PSG), Virgil van Dijk (Liverpool), Nuno Mendes (PSG).
Miðjumenn: Cole Palmer (Chelsea), Jude Bellingham (Real Madrid), Vitinha (PSG), Pedri (Barcelona)
Sóknarmenn: Lamine Yamal (Barcelona), Ousmane Dembele (PSG).


Athugasemdir
banner
banner