Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
   þri 16. desember 2025 20:12
Brynjar Ingi Erluson
Van de Ven nefnir erfiðasta andstæðinginn
Alexander Isak er besti framherji sem Van de Ven hefur mætt
Alexander Isak er besti framherji sem Van de Ven hefur mætt
Mynd: EPA
Hollenski miðvörðurinn Micky van de Ven, sem leikur með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, hefur nefnt erfiðasta andstæðinginn.

Van de Ven er einn og ef ekki fljótasti miðvörður heims, en hann hefur mætt mörgum stórkostlegum framherjum í gegnum ferilinn, en enginn kemst með tærnar þar sem Alexander Isak er með hælanna.

„Leikurinn sem við spiluðum gegn Newcastle, þar sem ég rann til, þar var Alexander Isak í algerum ham. Hann getur tekið hlaupin á bak við, tekið á móti boltanum og er teknískur. Hann er líka ótrúlega góður með boltann og snöggur. Hann er geggjaður í að klára færin og var bara alls staðar í þessum leik,“ sagði Van de Ven.

Isak var ótrúlegur með Newcastle United og hjálpaði liðinu að vinna enska deildabikarinn sem var fyrsti titill félagsins í 70 ár.

Hann gekk í raðir Liverpool fyrir metfé í sumar en ekki enn náð sér á strik og aðeins skorað eitt deildarmark.
Athugasemdir
banner