Geovany Quenda, verðandi leikmaður Chelsea á Englandi, er á leið í aðgerð á mánudag en hann verður frá í tvo mánuði vegna meiðslanna.
Quenda er 18 ára gamall og mun formlega ganga í raðir Chelsea frá Sporting næsta sumar.
Chelsea hafði betur í baráttunni við Manchester United og fleiri stór félög í baráttunni, en hann er talinn einn allra efnilegasti leikmaður Portúgals.
A'Bola segir að Quenda hafi meiðst illa í leik gegn Benfica á dögunum og hafi brotið bein í hægri fæti, en hann mun fara undir hnífinn á mánudag. Samkvæmt miðlinum fer aðgerðin fram í Lundúnum og er það Chelsea sem er alfarið sjá um ferlið í kringum sjálfa aðgerðina en hann fer síðan í endurhæfingu í Lissabon.
Sjúkraþjálfarar Chelsea munu fylgjast með því ferli en áætlað er að hann mæti aftur á völlinn í febrúar eða mars.
Quenda hefur verið frábær með Sporting á tímabilinu og komið að þrettán mörkum í 22 leikjum.
Athugasemdir






